föstudagur, september 2

there she was.....

þetta er svo skrýtið líf stundum...

seinustu 30 mín af mínu lífi hafa farið í það að lesa um ástandið í New Orleans og éta einn snakkpoka og 5 skálar af lucky charms...hér sit ég í mínu hreina og fína húsi að stuffa í mig mat og lesa um hamfarir og stríð..allstaðar annars staðar en á landinu mína góða... svo í öllum þessum lesningi hamfara saga þá hvíslar röddin hvort ég eigi nokkuð að vera að fá mér þetta súkkulaðihúðaða oreo kex....

það er nú meira hvað heimsmálin skipta mann miklu máli, þau bara örvar matarlystina mín, írónískt myndi ég segja.

svona come to think about it þá hef ég gjarnan fengið mér að borða þegar ég fylgist grimmt með fréttaflutningi af nýjustu hryðjuverkunum eða náttúruhamförum... kannski er þetta bara mín táknræna leið að feel with the people... ég fæ mat en ekki þau, best að borða meira...

æ ég veit það ekki, ég er orðin ónæm fyrir þessu öllu... ég skil ekki hvað þetta fólk er að ganga í gegnum þegar það er sársvangt og sér rotnandi lík fljóta framhjá sér eða þegar Bjarni græðir milljarða á smá hlutabréfasölu....

ég er ónæm fyrir fréttum. ég er ekki ónæm fyrir mat. ég er eins og offitu konurnar hjá ópruh sem leita huggunar í mat... því meiri hörmungar sem dynja á heiminum því meira borða ég.. beint orsakasamband? pottþétt fylgni.

það var ástæða fyrir því að mig verkjaði í jaxlin. það er brot úr honum gróið undir góminn sem nú þarf að skera og fjarlægja. ég hins vegar dunda mér ágætlega við það að færa þetta brot fram og tilbaka, nokkurs konar tunguboltaleikur, sem reyndar leiðir til höfuðverkjar og pirrings... enda leiða svona íþróttir líkt og fótbolti regluglega til pirrings hjá mér, hvort sem er uppí mér eða fyrir framan mig...

ég hef heyrt að þetta nýja lúkk sé ekki alveg málið...ég skoða það.


skólinn er byrjaðir.... fyrst fylgdu tilfinningar gleði og spenni sem þó voru fljótar að breytast yfir í gömlu góðu kvíðatilfinninguna....

eg sem var svo vongóð og glöð og meira að segja fagnaði haustloftinu sem reyndar kom aðeins of snemma....
en nei, svo kom þetta allt aftur eins og heit illalyktandi æla.... kvíðin og stressið....
strax byrjað að plana próf og mikinn lestur og skil verkefna.... all coming back to me...
ásamt ófullnægjandi LÍN lánum...

ég er í fyrsta sinn á ævinni að fara að taka stóran yfirdrátt....
GREAT SCOTT!
ég er ekki viss um hvað mér finnst um það ef ég á að vera alveg hreinskilin, ég er búin að taka 9 mán í að pæla og spá og spöglera.....
en eins og skáldið sagði....fokk it!

mamma er að prjóna fallega lopapeysu handa mér fyrir kuldabola í vetur....

gazzinn er farinn til Montana, skrýtið að hann sé bara farinn.... ég er vanari að fjölskyldan kveðji mig en ekk ég þau...

hausinn á mér er að springa úr höfuðverk....

ég er farin að skrifa skemmtilegt meil til að koma mér í gott skap :)

allt í einu er köben farin að heilla...eg bara skil þetta hreint út sagt ekki!

helgin stefnir í muffins bakstur fyrir Animu og vinnu á Ljósasnótt og kveðja stelpurnar mínar í útlöndum, Yrsu,ÖlluBjörg og Kötlu.....

alveg rétt, GÍSLA SEM BORGARSTJÓRA :) hann er svo mikið krútt þessi elska....

tjátjá
siggadögg

Engin ummæli: